DAGSKRÁ ORMSTEITIS 2015
Fylgist vel með okkur á síðunni og á Facebook :D og hér er hægt að lesa hana á blaðaformi. Lesa dagsrkána.

Skreytingardagur
Formlegur skreytingadagur hverfanna er fimmtudagurinn 13. ágúst. Hverfahöfðingjar hverfana koma sér saman um hvar skal byrja og koma þeim skilaboðum áfram til nágranna sinna. Þá er frábært að styðjast við Facebook hópanna sem myndast hafa á Facebook eftir hverfum sem upplýsingaveitu. +

 

VIÐBURÐIR ALLAN TÍMAN

Steinþór Eiríksson- Aldarminning

Listsýning á efri hæð Sláturhúsins
Steinþór fæddist 2 september 1915, hans er minnst sem einum af frumbyggjum Egilsstaða, flutti fyrstur íbúa þorpsins í hús sitt sem hann byggði hér 1945. Steinþór var einnig fyrstur að opna járnsmíðaverkstæði og sinna vinnu við uppbyggingu bæjarins ásamt því að sinna bændum á Héraði um það sem tilheyrði búvélum. Alla hans ævi blundaði í honum listamaðurinn og nýtti hann sér það við uppbyggingu á atvinnustarfsemi sinni er hann smíðaði sér verkfærin, þau sem hann þurfti að nota og eru nokkur þeirra til enn í dag. Það er ekki fyrr en á efri árum sem hann gaf sér tíma til myndlistar. Eftir hann liggur mikill fjársjóður málverka, verkfæri og ekki síst sögur sem áætlað er að gera skil á sýningunni sem mun standa frá 17.júni 2015 og til 2 sept 2015. Opið alla daga frá 13-17. Frítt inn í boði MMF.

Þetta vilja börnin sjá

Sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum í Frystiklefanum í Sláturhúsinu.
Þetta er í fjórtánda skiptið sem sýningin fer fram en hún er opin myndskreytum. íslenskra barnabóka sem komu út á fyrra ári. 30 myndskreytar hafa skráð sig til þátttöku og sýna myndirnar vel þá fjölbreytni sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Opið alla daga frá 13-17. Frítt inn í boði MMF.

 

10:00 Púttmót eldriborgara
(Í Skjólgarðinum bakvið pósthúsið á Egilsstöðum)

15:30 Litlu Lyngormarnir
(Á stígnum fyrir neðan hjúkrunarheimilð Dyngju)
Eins og allir vita þá hóf Lagarfljótsormurinn vegferð sína sem lítill og sætur lyngormur og seinnipart föstudags verður lítill og sætur hjólreiðaviðburður á Nesinu milli Egilsstaða og Fellabæjar. Hjólaþrautir og gaman fyrir alla fjölskylduna, ekki síst litla hjólalyngorma! Fellabakarí býður upp á kruðerí við brúna.

19:00 Fellasúpan
(Fellabær)
Fellamenn bjóða heim til þess að sýna sig og sjá aðra, og bjóða alla velkomna fyrir utan heimili sín, í garðinn eða út á pall

(8:15) 09:00 - Tour de Ormurinn
(Ræst við N1 Egilsstöðum)
Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljót Fundur með keppendum kl 8:15, keppnin er er ræst kl 9:00

(Óbyggðakvöldvaka í Óbyggðasetrinu fyrir eldsprækt hjólafólk, með ekta útilegusöngvum og léttum kappleikum í Óbyggðasetri Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Dagskráin hefst kl 20:00. (Eingöngu fyrir keppendur Tour de Ormurinn)

10:00 Nýbúadagur
(Gistihúsið Egilsstöðum)

Árlegt kaffi í boði Landsbankans og Gistihússins. Boðið verður upp á kaffi og rúnstykki

10:30 Formleg móttaka sveitafélagsins Fljótsdalshéraðs á nýjum íbúum -
(Gistihúsið Egilsstöðum
)

11:30 Austfjarðartröllið 2015
(Við Hótel Hérað)
Aflraunamenn etja þar kappi hver við annan og glíma við hrikalegar aflraunir og við hverja aðra


12:00-16:00 Braggamarkaður VegaHússins
(Í Kornskálanum)
Kolaportsstemmning að bestu gerð.

13:00 Crossfitkeppni
(Heilsuefling/Svartahúsið - Fagradalsbraut 25)

Innanstöðvarmót fyrir bæði börn og fullorðna. WODin birtast á facebook, svo fylgist með.

13:00 Uppskerusýning Dansstúdíó Emelíu
(Íþróttahúsið Fellabæ)
Uppskerusýning námskeiða hjá Dansstúdíói Emelíu

13:00-16:00 Landsvirkjun 50 ára
Hótel Valaskjálf og við Bílaverkstæði Austurland)
Landsvirkjun kynnir endurnýjanlega orku í samgöngutækjum. Kaffi og kökur í boði.

„Búrfell“ heimildamynd í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar verður sýnd á hálftíma fresti í Valaskjálf. Kaffi og kökur í boði

13:00-16:00 Atlantsolía
(Atlantsolíuplanið)
Atlantsolía býður upp á kaffi og með því ásamt afslætti af eldsneyti.

14:00-17:00 Landsvirkjun 50 ára.
(Kárahnjúkastífla)
Leiðsögumaður verður við Kárahnjúkastíflu, sagt verður frá framkvæmdum og náttúrufari undir norðanverðum Vatnajökli.


16:00 Hverfagrill
Grillað í hverfum á Egilsstöðum, Fellabæ og í dreifbýlinu

17:00 Zumba partý og grill
(Heilsuefling/Svartahúsið - Fagradalsbraut 25)
„Hverfagrill” og verðlaunaafhending fyrir CrossFit mótið. Flosi verður með létt og skemmtilegt Zumba partý og að því loknu grillum við saman áður en farið verið af stað í karnivalið

19:00 Skrúðganga Karnivalsins
(Frá Sláturhúsinu)
Skrúðgangan leggur af stað frá Sláturhúsinu. Gengið er upp Lagarás, Selás og Tjarnarbrautina og endað að vana á Vilhjálmsvelli. Athugið að skrúðgangan fer aftur frá Vilhjálmsvelli og endar í Sláturhúsinu
Hverfaleikar · Zumba dans á vellinum · Karmelluregn · Héraðshöfðingi og fleira.

19:30 Hverfaleikar Orkunnar
(Vilhjálmsvöllur)
Hverfin etja kappi á Vilhjálmsvelli. Hverfaleikarnir eru í boði Orkunnar, Orkumesta hverfið fær glæsileg verðlaun frá Orkunni.


21:00 Félagslíf við Fljótið
(Kornhlaðan)
kynning á félagasamtökum og klúbbum í Bragganum eftir karnivalið og hverfahátíð.

ÍVAR OG FÉLAGAR
TÓNLEIKAR MEÐ HLJÓMSVEITINNI ÍVAR OG FÉLAGAR á sviðinu við Braggann.


22:00-23:00 Kaffi Egilsstaðir
(Kaffi Egilsstöðum)
Happy hour milli 22:00 og 23:00, DJ Doddi Mix spilar milli 23:00-03:00

Verið velkomin á Möðrudalsgleði – Megið þið eiga góðar stundir í faðmi Fjalla!

10:00 Gönguferð með Vernharði bónda
(Möðrudalur)

14:00 Messað í Möðrudalskirkju
(Möðrudalskirkja)
Séra Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar til altaris, allir velkomnir

14:00 Leikir og kayakfjör
(Möðrudalur)

15:30 Kaffihlaðborð
(Möðrudalur, Fjallakaffi)

16:00 Málað að hætti Stórvals Við Fjallakaffi
(Möðrudalur, Fjallakaffi)

18:00 Grill- og hangikets
(Möðrudalur, Fjallakaffi)
Hlaðborð í Fjallakaffi

20:00 Útitónleikar með Andreu Gylfadóttur og Magnús R. Einarssyni
(Við Selánna)

22:00 Einkatónleikar
(Möðrudalskirkja)
Einkatónleikar með Andreu Gylfadóttur og Magnúsi R. Einarssyni

23:00 Dansleikur með hljómsveitinni LEGO
(Á pallinum við Fjallakaffi)

9:30 Skógarhlaup í Selskógi
(Selskógur)
Skógarhlaup Íslandsbanka, skemmtilegt hlaup um fallegan skóg (10km og 4 km, mæting 9:30, lagt af stað 10:00)


10:00 Hjólaferð í Laugarfell
(Egilsstaðastofa/Laugarfell)
Hjólaferð í Laugarfell, 74 km leið (uppeftir) með afar vænni brekku sem endar í kökum, kruðerí og nátturulegum heitum laugum við Laugarfell Highland Hostel. Brottför kl 10:00 frá Egilsstaðastofu (hjá nýja tjaldstæðinu)

 

13:00-18:00 Krakkadagur
(Kornskálinn Sláturhúsinu)
Krakkamarkaður (Krakkar mæta kl 12:00 að setja upp borðin sín)
Fegurðarsamkeppni gæludýra (Skráning á staðnum)
Grillaðir ormar
Hjólakeppni
Ratleikur
Hæfileikakeppni
(Skráning á staðnum)
Krakkadiskó


15:00 Berglind Sögukona segir krökkunum sögur í Sláturhúsinu

14:00-17:00 Landsvirkjun 50 ára
(Kárahnjúkastífla)
Leiðsögumaður verður við Kárahnjúkastíflu, sagt verður frá framkvæmdum og náttúrufari undir norðanverðum Vatnajökli

20:00 Kvöldguðþjónusta í Þingmúlakirkju.
(Þingmúlakirkja)
Séra Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Torval Gjerde organisti og söngstjóri. Messukaffi í boði sóknarnefndar að guðsþjónustu lokinni. Allir velkomnir


Ormurinn í Vallanesi – skógargleði og markaður Vallarnesi
(Í Vallanes)

13:00 – 17:00 Hin árlega skógargleði í Vallanesi á göngustígnum Orminum. Ormurinn er að sönnu ævintýralegur göngustígur og að venju verður m.a. boðið upp á hljóðfæraleik, varðeld og veitingar að hætti Vallanesbænda svo eitthvað sé nefnt. Í ár verður dagurinn helgaður trénu. Að því tilefni verða öll trén á Orminum heima og taka vel á móti gestum. Einnig verða handverks- og listamenn sem vinna úr tré á staðnum og sýna verk sín og verklag. Á sama tíma verður opinn markaður heima í Vallanesi með nýuppskornu grænmeti og  framleiðsluvörum Móður Jarðar. 
Leiðarvísir:  Í Vallanes er u.þ.b. 15 mínútna akstur frá Egilsstöðum á leið í Hallormsstað.  Beygt er í norður (til hægri) af aðalveginum u.þ.b. 2 km eftir að ekið er yfir Grímsárbrúna.  Gin Ormsins  er u.þ.b. 100 metrum (aftur til hægri) eftir að komið er yfir trébrúna á afleggjaranum í Vallanes.


 

11.30 - 19.00 Hreindýrin á Austurlandi
(Minjasafn Austurlands)
Hreindýrin á Austurlandi – sýning í máli og myndum Minjasafn Austurlands býður gestum ókeypis aðgang að hreindýrasýningunni í Safnahúsinu klukkan 11.30-19.00. Til sýnis er mikið safn ljósmynda og kvikmyndin Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, glæný stuttmynd (teiknimynd) um hreinreið Bjarts í Sumarhúsum eftir Láru Garðarsdóttur teiknimyndahönnuð og leikstjóra og ný heimildamynd Hjalta Stefánssonar (Tókatækni) um hreindýrin. Einnig ýmsir munir úr hreindýrshorni og hreindýrsskinni og hægt að hlusta á gamlar veiðisögur

 

14:00 Eyðibýlagangan
(Óbyggðasetrinu)
Gengið er frá Óbyggðasetri Íslands inn að eyðibýlinu Kleif. Þar gefst göngufólki kostur á að líta inn í gamla húsið og renna sér á kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal. Um það bil þriggja tíma fremur létt ganga. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn

17:00-20:00 VISITEGILSSTAÐIR
(Egilsstaðastofa og um Egilsstaði)

Þjónustusamfélagið á Héraði býður uppá fjölskylduratleik um Egilsstaði. Hægt er að nálgast ratleikinn á Egilsstaðastofu kl. 17:00. Veglegir vinningar frá fyrirtækjum í Þjónustusamfélaginu á Héraði.

Ratleikur um Egilsstaði sem byrjar og endar við Egilsstaðastofu. Dregnir verða út vinningshafar og grillaðar pylsur í lok ratleiks við Egilsstaðastofu

 

 

 


14:00 Smalagangan
(Óbyggðasetrið)
Gengið er frá Óbyggðasetri Íslands upp í hlíðar Egilsstaðafjalls. Í ferðinni er m.a. litið inn í grjóthlaðið smalabirgi og gengið fram hjá gamla heyvírnum sem liggur frá fjallsbrún og heim á tún. Um það bil þriggja klukkustunda ganga í fjalllendi.  Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn.


17:00 Sprettur Sporlangamót
(Vilhjálmsvöllur)
Sprettur Sporlangamót, íþróttaleikar fyri 10 ára og yngri. 500 kr. Skráningargjald. Allir Velkomnir. uia@uia.is fyrir nánari upplýsingar.

18:00-21:00 Veiðidagur fjölskyldunar í Eiðavatni
(Við Kirkjumiðstöðina)
Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna þar sem veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn og þann sem veiðir flesta fiskana. Boðið verður upp á kaffi, kakó og kleinur eftir veiðina.

 

 

 

10:00 og 17:00 Reiðtúr um einstaka náttúru Norðurdals
(Óbyggðasetrið)
Frá Óbyggðasetri Íslands er farið ríðandi inn að Ófæruseli. Þar gefur að líta einstaka fossa og fjölbreytta náttúru. Í ferðinni er einnig litið inn í gamla húsið á Kleif og fólki gefst kostur á að renna sér yfir á kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal. Um það bil þriggja tíma ferð. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn. Tekið er á móti bókunum í síma 440 8822 og á netfangið info@wilderness.is

14:00-18:00 Héraðsmarkaðurinn
(Planið við NETTÓ)
Hægt er að skrá sig á markadstjald@gmail.com

14:00 Dagur Eldriborgara
(Hlymsdölum)
Dagskrá og kaffisala (enginn posi)

14:00 Eyðibýlisgangan.
(Óbyggðasetrið)
Óbyggðasetrið Heitur matur í hádeginu og bakkelsi með kaffinu.


19:30 Lomberkvöld
(Bókakaffi)
Lomberkvöld fyrir byrjendur og lengra komna. Málfríður Björnsdóttir sér um Lomberkennslu og stjórn kvöldsins

20:00 Kvölddagskrá Eldri borgara.
(Í Selskógi)
Athugið að eingöngu verður af dagskrá í Selskógi ef veður leyfir, tilkynnt á Degi Eldriborgara í Hlymsdölum fyrr um daginn


 

10:00 og 17:00 Reiðtúr um einstaka náttúru Norðurdals
(Óbyggðasetrið)
Frá Óbyggðasetri Íslands er farið ríðandi inn að Ófæruseli. Þar gefur að líta einstaka fossa og fjölbreytta náttúru. Í ferðinni er einnig litið inn í gamla húsið á Kleif og fólki gefst kostur á að renna sér yfir á kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal. Um það bil þriggja tíma ferð. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn. Tekið er á móti bókunum í síma 440 8822 og á netfangið info@wilderness.is

19:00
SIRKUS Baldoni
(Íþróttahúsið Fellabæ)

21:00 Dægurlagadraumar
(Frystiklefin Sláturhúsinu)
Tónleikar með Erlu Dóru Vogler og hljómsveit. Kertaljós og kósýheit í frystiklefanum.
Aðgangseyrir 1000 kr. við inngang.

21:00-23:00 Kaffi Egilsstaðir
(Kaffi Egilsstöðum)
Tilboð á barnum

 

 

10:00 og 17:00 Reiðtúr um einstaka náttúru Norðurdals
(Óbyggðasetrið)
Frá Óbyggðasetri Íslands er farið ríðandi inn að Ófæruseli. Þar gefur að líta einstaka fossa og fjölbreytta náttúru. Í ferðinni er einnig litið inn í gamla húsið á Kleif og fólki gefst kostur á að renna sér yfir á kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal. Um það bil þriggja tíma ferð. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn. Tekið er á móti bókunum í síma 440 8822 og á netfangið info@wilderness.is


13:00 Fyrsta æfing fyrir söngvarakeppni
(Græna herbergið studíó Sláturhúsinu)

14:00-18:00 Héraðsmarkaðurinn
(NETTÓ planinu)

16:00 Bændahátíð Landstólpa
(Gamla tjaldstæðið)
Landstólpi verður með sérfræðing að sunnan svo það er um að gera fyrir bændur og búalið að kíkja á kappann og fá sér kaffi og með því. Spennandi hlutir verða í gangi þennan dag sem verða auglýstir nánar síðar.

20:00 Héraðsvaka
(Valaskjálf)
Létt og skemmtileg dagskrá með tónlistaratriðum, Stefán Bogi og Þorsteinn Bergssona stjórna hagyrðingarkvöldi, Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir og sitthvað fleira.

21:00 Laser Life
(Frystiklefinn Sláturhúsinu)
Útgáfutónleikar plötunnar Polyhedron. Breki Steinn Mánason raftónlistarmaður frá Egilsstöðum flytur tónlist af nýútkominni plötu sinni. Í boði MMF

09:00 Vodafone Open
(Ekkufellsvöllur, Fellabæ)
Ormsteitis Golfmót á Ekkjufellsvelli. Ræst út kl 09:00. Skráning og upplýsingar á golf.is/gfh

10:00 Æfing í Sláturhúsinu fyrir söngvarakeppni barna.
Kornskálinn Sláturhúsinu
Skráning og frekari upplýsingar hjá
Hafþóri Mána: moonvals@gmail.com
eða í síma 895-3522.

11:00-16:00 Kaffi Egilsstaðir
(Kaffi Egilsstaðir)
Tilboð á pizzasneiðum

11:00 Rathlaup í Selskógi
Í samstarfi við Rathlaupsfélagið Heklu. Tímataka verður frá kl 11:00-14:00.
Hægt verður að mæta einhverntímann á þeim tíma og hlaupa hring í skóginum
(1 km eða 3 km). Hægt verður að velja milli tveggja brauta. Frekari upplýsingar um hvað rathlaup er má finna á heimasíðunni www.rathlaup.is

12:00-17:00 Héraðsmarkaðurinn
(NETTÓ planinu)

13:00 - 17:00 Opin dagur og kynning á SKAUST
(Við nýju brúna á æfinga- og félagssvæði SKAUST, Þuríðarstöðum)
13:00 formleg vígsla og opnun á brú SKAUST
13:30 Stutt kynning á starfsemi félagsins og deildum þess.
14:00 Vörukynning frá Veiðiflugunni og Veiðihúsinu Sakka. Kynntar verða helstu vörur s.s. Sako Benelli og flautur.
15:00 Bogfimi og leirdúfu kynning. Áhugasamir geta reynt sig
16:00 - 17:00 Holulæri og veitingar að hætti SKAUST

12:00 Kökukeppni Ormsteitis
Skila á kökunum á Kleinuplaninu, dómnefnd velur fallegustu, bragðbestu og frumlegustu kökurnar í ár. Atkvæði gesta gildir til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Úrslit eru síðan kynnt kl 14:00 og þá gefst gestu kostur á að bragða á afrakstrinum.

11:00-16:00 Tækjasýning
(Við Sláturhúsið)
Bílaklúbburinn START
verður með tækjasýningu við Sláturhúsið

14:00 Söngvarakeppni barna
(Á sviðinu við Kornskálann)
Leikhópurinn LOTTA ætlar að kynna söngvarakeppnina og skemmta krökkunum.

13:00-16:00 Húsdýr og húllumhæ
Búnaðarsamband Austurlands verður á móti nýja tjaldstæðinu með húsdýr og húllumhæ. Dagskrá nánar auglýst síðar
(Við Skattstofuna)

14:00-17:00 Kaffi Egilsstaðir
(Kaffi Egilsstöðum)
Kaffihlaðborð

17:00 Grettisstund
(Frystiklefinn Sláturhúsinu)
MMF kynnir Grettisstund á Ormsteiti. Miðaverð 3.000.
Sérstök Grettisstund verður haldin á Ormsteiti. Einar Kárason, rithöfundur, og Elfar Logi Hannesson, leikari, leiða saman hesta sína og leika með eina þekktustu Íslendingasöguna, Grettis sögu Ásmundarsonar.

Einar Kárason hefur leik og fjallar um Gretti á sinn magnaða hátt en Einar er mikll sögumaður sem unun er að hlýða á. Að Einars þætti loknum mun Elfar Logi Hannesson sýna einleikinn Grettir sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýndur víða.

19:00-23:00 Hreindýraveisla
(í Kornskálanum)
Matreiðslumaður Ormsteitis síðustu tveggja ára, Kolbrún Hólm, snýr aftur og ætlar að elda eins og henni einni er lagið.

Veislustjórar verða lærisveinarnir Magni Ásgeirsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson og sjá þeir um að halda uppi fjörinu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

23:00 Nostalgíuball

(Valaskjálf)
Á móti sól mætir og tryllir bæjarbúa og gesti með sínu alræmda stuði í Valaskjálf.
Aðgangseyrir 3.000 kr

 

Fljótsdalsdagur Ormsteitis
Gönguferðir, Þristarleikar, guðsþjónusta, Grettisstund og tónleikar Ylju.

09:45 Fossaganga (7 km)
Frá Laugarfelli (Sameinast í bíla við Bessastaði Kl 09:00)
Frítt í laugarnar fyrir göngufólk og hádegisverðartilboð. Mæting við vegamótin hjá Bessastöðum kl 09:00 fyrir þá sem vilja sameinast í bíla. Munið góðan skófatnað.

10:00-12:00 Skoðunarferðir í Fljótsdalsstöð
(Fljótsdalsstöð)
Landsvirkjun verður með skoðunarferðir í Fljótsdalsstöð á 20 mín. fresti frá kl. 10:10.

 

11:00 Guðsþjónusta
(Skriðuklaustur)
Guðsþjónusta beggja siða á klausturrústunum. Prestar: séra Ólöf Margrét Snorradóttir og séra David Tencer.

11:00 Snæfellsstofu SUDOKU
(Skriðuklaustur)
Léttur leikur í Snæfellsstofu

12:00 Hádegishlaðborð og hádegistilboð
(Skriðuklaustur, Óbyggðasetrið)
Hádegishlaðborð hjá Klausturkaffi og hádegisverðartilboð í Laugarfelli og á Óbyggðasetrinu

13:00 Hljómsveitin YLJA spilar á Skriðuklaustri.

13:45 Þristarleikar
(Við Gunnarshús)
Keppni í fjárdrætti, rababaraspjótkasti og pokahlaupi. Lengsti rababaraleggurinn mældur (frá rót að blaði) Kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi Kaffiveitingar í Óbyggðasetrinu

16.30 Grettisstund í Óbyggðasetrinu
(Óbyggðasetur Íslands - Miðaverð 3.000 kr.)
Grettisstund með Einari Kárasyni og Elfari Loga.

19:00 Grillveisla og kvöldvaka á Óbyggðasetrinu
(Óbyggðasetrið)
Fólki er bent á að klæða sig eftir veðri. Æskilegt er að ská þátttöku í síma 440-8822 eða á netfang info@wilderness.is

Tilboð á gistingu hjá Fljótsdalsgrund laugardag og sunnudag